Fréttir

Dagur íslenskrar tungu “Tala íslensku með hreim” & Kvennaborðið

W.O.M.E.N. er stolt af því að styðja þetta framtak nemenda sem læra íslensku í Háskóli Íslands! W.O.M.E.N. mun kynna verkefnið sitt “Kvennaborðið” kl. 16:30 í Veröld. Vertu með!

Lýsing:

Á degi íslenskrar tungu ætlum við að fagna alls konar íslensku með viðburðinum „Tala íslensku með hreim“. Ýmsir fyrirlesarar munu fjalla um málefni sem snúa að varðveislu tungumálsins og þá sérstaklega nýjum íslenskum málnotendum. Viðburðurinn hefst með umræðunum: „Íslenska: erfiðasta tungumál í heimi? Satt eða ósatt?“ í Kaffi Gauk, síðan fylgja tveir fyrirlestrar í Veröld 023, ljóðaupplestur, og kynning um Tungupal (vefforrit með íslenskar málfræðiæfingar). Viðburður endar á skemmtilegu pöbbkvissi (verðlaun í boði).

Þessi viðburður er samvinna milli Huldumáls, nemendafélag íslensku sem annað mál í HÍ, Mímis, nemendafélag íslensku í HÍ, Tungupal, og Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.

Ókeypis aðgangur á viðburðinn!

Dagskrá
16:30
Umræður: „Er íslenska erfiðasta tungumál í heimi? Satt eða ósatt?“ eftir Marion
Tungumál: íslenska, smá á ensku
Staður: Kaffi Gaukur

17:30
Setning ráðstefnu – Judy Fong, formaður Huldumáls, og Júlía Karín Kjartansdóttir, formaður Mímis
Tungumál: íslenska og enska
Eliza Reid forsetafrú
Tungumál: íslenska
Fyrirlestur: „Áhersluatriði íslenskrar málnefndar“ eftir Ármann Jakobsson
Tungumál: íslenska
Ljóðaupplestur eftir Natasha S.
Tungumál: íslenska
Staður: Veröld VHV 023

18:30
Hlé
Tungumál: alls konar

18:45
Fyrirlestur: „Nokkrar hugmyndir fólks um erlendum hreim í íslensku“ eftir Stefanie Bade
Tungumál: íslenska með glærur í ensku
Kynning appsins Tungupal
Tungumál: íslenska og enska
Lokorð eftir Júlía og Judy
Tungumál: íslenska og enska
Staður: Veröld VHV 023

20:00
Pöbb kviss: „Blæbrigði á íslensku og íslandi“ með efla frá AM forlagi og Matarkjallaranum.
Staður: Stúdentakjallarinn

Viðburður

You may also like