Almennt Atvinna og félagsleg mál Fréttir Menntun

Yfirlýsing frá Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi: Íslenskunámskeið á vegum vinnuveitenda.

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi gagnrýna harðlega ummæli sem fram komu í dag í viðtali sem Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar birti á Rúv . Það er mikilvægt að hafa í huga að hún er formaður stærsta stéttarfélags á Íslandi sem er með stærsta hlutfall félagsmanna af erlendum uppruna. Yfirlýsingin er skaðleg áratugalangri baráttu okkar sem hafa flutt hingað til Íslands um að fá aukinn aðgang að vönduðum íslenskunámskeiðum af hendi atvinnurekenda. Gagnvirk aðlögun (integration) á vinnumarkaði er í mörgum tilfellum forsenda fyrir samfélagslegri aðlögun. Stuðningur á vinnumarkaði við að sækja vönduð tungumálanámskeið er lykillinn að gagnvirkri aðlögun í samfélaginu og þróun á vinnumarkaði almennt. Margir starfsmenn af erlendum uppruna fá hvorki aðstoð né raunverulegan aðgang að íslenskunámi frá vinnuveitendum sem oft krefjast lágmarks íslenskukunnáttu. Fyrirheit um stuðning og aukið aðgengi að íslenskunámskeiðum á vinnustöðum myndi styðja að fullu framför upp á við fyrir fólk af erlendum uppruna, sem tekur oftast við störfum sem eru undir menntunar eða fyrri starfsreynslu.

Við mótmælum því harðlega að eftirspurn eftir íslenskunámskeiðum fyrir starfsfólk af erlendum uppruna komi frá menntaelítu. Raunveruleikinn er sá að hann kemur í flestum tilfellum beint frá okkur. Við vonum svo sannarlega að þau stéttarfélög sem berjast fyrir jöfnum launum og jafnrétti á vinnumarkaði, skilji gildi þess að veita okkur jafnan aðgang að íslenskri tungu auk sveigjanleika og stuðningi vinnuveitenda við að læra hana. Í könnun sem gerð var af Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, sem birt var árið 2021, drógu niðurstöður okkar áherslu á málefni sem konur af erlendum uppruna sögðu að væru þeim mikilvæg. Við hvöttum yfirvöld, hjá vinnuveitendum, ríkinu og sveitarfélög til að taka mark á og bregðast við þessum niðurstöðum okkar. Mikilvægasta aðgerð sem hægt væri að ráðist í myndi tengjast stuðningi við aðgang að vönduðum íslenskunámskeiðum. Yfirgnæfandi fjöldi svarenda óskaði eftir stuðningi við íslenskukennslu þar sem þeir töldu að það myndi hafa beinar afleiðingar fyrir efnahags- og samfélagsvöxt ef ekkert væri gert í því. Ef ekki er brugðist við myndi það áfram hafa áhrif á konur af erlendum uppruna sem upplifa ójöfnuð í samfélaginu.

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi mælir eindregið með því að forysta stéttarfélaga með félagsmenn af erlendum uppruna geri rannsóknir meðal félagsmanna, af erlendum upprunna, til að ákvarða hversu mikilvægur stuðningur atvinnurekenda á íslensku er. Stéttarfélögum sem þiggja háar fjárhæðir félagsgjalda frá félagsmönnum af erlendum uppruna, á að vera skylt að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni í að styðja við jafnrétti á vinnumarkaði og raunveruleg tækifæri til árangurs á íslenskum vinnumarkaði fyrir starfsmenn af fjölbreyttum uppruna.

Það er okkur mikil ánægja að sjá fræðimenn úr íslenska menntakerfinu loksins standa með okkur í að viðurkenna þá skyldu vinnumarkaðarins að styðja við víðtækari aðgang að tækifærum til að læra íslenska tungu. Auk þess vonum við innilega að yfirlýsing okkar verði tekin til greina af forystu beggja megin samningaborðsins í kjarasamningaviðræðum.

You may also like

Discover more from W.O.M.E.N. á Íslandi

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading