Fréttir

Yfirlýsing frá W.O.M.E.N á Íslandi um nauðsyn fordómafræðsla og vitundarherferða

Samtök kvenna af erlendum uppurna á Íslandi hefur oft töluð fyrir stefnumótun og vitundarvakningu um fordóma og mismun hér á Íslandi. Við skilgreindum fordóma og mismunun sem eina af undirliggjandi ástæðum þess að konur af erlendum uppruna væru svo berskjaldaðar fyrir ofbeldi og áreitni of átti í erfiðleika með að fá stuðningu, þegar við fórum fram í #MeToo hreyfingunni. Í okkur starfi erum við oft veita konum ráð og stuðning fyrir konur af erlendum uppruna sem verða fyrir mismunun á grundvelli uppruna, þjóðernis, líkamlegra getu eða tungumála kunnáttu,  og/eða trúarbragða eða kynhneigðar.

Nýlegir atburðir tengdir einelti á netinu og kynþáttafordóma sem Lenya Rún Taha Karim varaþingmanns er að upplifa og atburði þar sem unglingspilti var sýnt kynþáttafordómum þegar lögregla hafði afskipti af honum ranglega opinberlega, hafa aftur bent á þörfina fyrir vitundarvakningarherferðir gegn fordóma, menningarnæmi fræðslu og þjálfun og viðhorfs breyting almennt varðandi fjölbreytileika og samheldni. Enginn einstaklingur ætti að óttast um öryggi sitt eða vel líðan vegna eiginleika sem gera þá einstaka. Við erum öll einstök.

„Fjölbreytileiki mannkyns er okkar stærsti styrkur. Þar sem þjóðernis- eða trúarhópar búa hlið við hlið í sátt og samlyndi getur fjölbreytileiki ýtt undir sköpunargáfu, bæt þekking og samfélags þróun.“ Herra Wu Hongbo, aðstoðarframkvæmdastjóri UN DESA. En til þess að þessi fullyrðing sé sönn þarf hún áreynslu og löngun bæði frá einstaklingum og hinu stærra samfélagi.

W.0.M.E.N á Íslandi fordæmir atburði líðandi stundar sem minnir okkur öll á niðrandi og mismununaraðgerðir og hegðun sem liggja undir yfirborðinu í samfélaginu. Við hvetjum eindregið stefnumótendur og þá sem bera ábyrgð á að veita þjónustu að leita eftir þjálfun og fræðslu um menningarnæm og fjölbreytileika og sömuleiðis innleiða stefnu og starfshætti sem munu styðja okkur við að nýta styrkleikana sem er að finna í fjölbreytileika okkar.

Við erum reiðubúin að leggja okkar af mörkum til að styðja alla viðleitni eða herferðir til að auka vitund og styðja jákvæðar breytingar fyrir alla í samfélaginu.

You may also like