Fréttir

Yfirlýsngu til stuðnings Lenyu Rúns Taha Karim

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi vil lýsa formlega yfir stuðningi okkar við Lenya Rún Taha Karim.

Leyna Rún var kjörin varaþingmaður Pírata í kosningum til Alþingis í haust. Frá því að fréttir bárust að Lenya Rún hafi verið formlega kjörin á þing í 9 klukkustundir þennan örlagaríka dag, hefur hún orðið fyrir gríðarlegu magni af persónulegum árásum og áreitni vegna trúarbragða, kynþátta og við teljum einnig vegna þess að hún er ung kona af erlendum uppruna. (hægt er að lesa um það hér)

Angela Davis sagði það best þegar hún sagði “In a racist society, it isn’t enough to not be racist we must be antiracist.” Hér hjá samtökunum okkar erum við afar stolt af því að hafa kona af erlendum uppruna sem fulltrúa sem varaþingkona á Alþingi. Þar eiga raddir okkar skilið að heyrast eins og allir aðrir þjóðfélagsþegnar.

Við mótmælum harðlega slíkri fordóma og mismun í samfélaginu og gegn Lenya Rún.

Við hvetjum aðra þingmenn og kjörnir fulltrúar á öllum stjórnunarstigum til að standa upp og fordæma þá meðferð sem Lenya Rún fær.

Kosningar til sveitarfélaga verða núna í vor og eru flokkar þegar að leita að frambjóðendum sínum. Ef við fordæmum ekki fordóma og mismunun kjörinna fulltrúar vegna uppruna og kynþátta og þess vegna í samfélag almenn, erum við ekki að skapa umhverfi þar sem allir geta tekið þátt í lýðræðisferlinu sem kosningar eru. Við hvetjum flokka ennfremur til að kynna fjölbreyttar raddir innan prófkjörstímabilsins. Kjörna fulltrúar okkar ættu að endurspegla samsetningu samfélagsins.

Við óskum Lenya Rún óbilandi stuðnings á komandi árum og hvetjum félagskonur okkar til að standa með henni. Þegar við stöndum saman getum við sigrast á hvaða mótlæti sem er. Samstaða er styrkur okkar!

Stjórn Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.


	

You may also like