Fréttir

Yfirlýsing til íslenskra stjórnvalda vegna skuldbindinga sinna gagnvart umsækjendum um alþjóðlega vernd og þá sérstaklega konum sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu

04.12.2021

Leitað var til okkar hjá samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi vegna málsmeðferðar sem umbjóðendur hafa gefið Héraðsdómslögmanni hérlendis í tengslum við umsóknar um alþjóðlega vernd.  Lögmanni hefur fengið heimild til að ræða mál umbjóðenda hans við samtökin. Við töldum að nauðsynlegt væri að senda yfirlýsingu frá okkur þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að virða alþjóðlegar skuldbindingar sínar gagnvart umsækjendum um alþjóðlega vernd og þá sérstaklega konum sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu líkt og umræddum umbjóðendum hennar.  

Eftir að hafa kynnst málum umbjóðenda lögmanns er það okkar skoðun að verið sé að brjóta á mannréttindum þeirra og þörf sé á því að taka tilliti til ýmissa þátta tengdum bakgrunni og málsferla þeirra. Það er okkar skoðun að allar konur sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi eiga að upplifa sömu mannréttindi og allar aðrar konur hér á landi. Okkar skoðun er sú að konur sem hér er um að ræða séu í stöðu sem mannréttindi þeirra hafa verið ítrekað verið brotin. Við teljum að umræddar konur séu allar  í sérstaklega viðkvæmri stöðu bæði vegna aðstæðna í Grikklandi og að forsaga þeirra  innihaldi harmsögu sem við vitum að konur á Íslandi myndu fá sérstaka meðferð, stuðning og lækningu við.

Í þessum tilfellum eru allt konur með alþjóðlega vernd í Grikklandi. Hér viljum við vitna í skýrslu frá Human Rights Watch þar sem hægt er að lesa um ástand og þær óviðeigandi aðstæður sem flóttafólk dvelur við í Grikklandi. Einnig viljum við beina athygli á skýrslu frá Refugees International  frá 2020 þar sem fjallað er sérstaklega um ástandið í Grikklandi meðal kvenna og fylgdarlausum börnum. Í skýrslunni er  hægt að finna eftirfarandi  tilmæli:

  • Til Gríska yfirvalda:Tryggja að löggæslumenn séu til staðar á dvalarsvæðum hælisleitenda og fái þjálfun í hvernig eigi að takast á við kynbundið ofbeldi (GBV), vernd gegn kynferðislegri misnotkun og misnotkun (PSEA) og grundvallarréttindi flóttamanna.“
  • Til Evrópulanda:Þróa fleiri löglegar leiðir, svo sem vegabréfsáritanir um mannúðarmál, fyrir hælisleitendur til að komast inn í Evrópu.“
  • Til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og frjálsra félagasamtaka: „Efla samstarfi við stjórnvöld um að halda reglulega, vel auglýsta upplýsingafundi til að fræða hælisleitendur um réttindi þeirra, gefa dæmi um kynbundið ofbeldi og skýra hvernig þeir geta tilkynnt um ofbeldi og misnotkun.“  og „Veittu eftirlifendum þolendum kynbundið ofbeldi og mismun alhliða málastjórnun þar til stjórnvöld hafa bolmagn til þess, þar á meðal tímanlega aðgang að öruggu húsnæði, læknishjálp, sálfélagslegum stuðningi og lögfræðiaðstoð.“

 Skýrslan í heild sinni hér.  https://www.refugeesinternational.org/reports/2020/2/21/seeking-asylum-greece-women-unaccompanied-children-struggle-survive

Aðstæður í Grikklandi fara síversnandi og er það okkar mat að ekki sé það mannúðleg framkoma að senda viðkomandi umbjóðendur aftur til Grikklands. Það er okkar skilningur að fólk sem veitt er vernd í Grikklandi sé svipt strax aðgengi að grunn læknisþjónustu, framfærslu og húsnæði. Þá fá þau ekki nauðsynleg auðkennis- og skattnúmer til að geta bætt úr aðstæðum sínum, t.d. til að leigja íbúð, afla sér tekna með því að útvega sér atvinnu, opna bankareikninga eða leita til læknis svo nokkur dæmi séu nefnd. Öll þjónusta þar í landi er bundin við þessi auðkennis- og skattnúmer.  Til viðbótar lýsa konur aðstæðum þar sem þær hafa upplifað bæði fordóma og ofbeldi.

Skilgreining á sérstaklega viðkvæmri stöðu er að finna á vefsíðu Útlendingastofnun:

„Með sérstökum ástæðum er m.a. vísað til þess að einstaklingar geta verið í viðkvæmri stöðu, s.s. vegna heilsufars, eða átt erfitt uppdráttar í viðtökulandi vegna mismununar sökum kynhneigðar, kynþáttar eða kyns…“

Enn fremur vilja samtökin beina athygli á skilgreiningum sem er að finna á vefsíðu Útlendingastofnun varðand „Hverjir eiga rétt á alþjóðlegri vernd?“

„Að auki er heimilt að veita umsækjanda um alþjóðlega vernd, sem ekki telst flóttamaður eða ríkisfangslaus, dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða standi til þess ríkar ástæður á borð við alvarleg veikindi eða erfiðar aðstæður í heimalandi.“

Í lög um útlendinga 2016 nr. 80 16. júní  er að finna eftirfarandi skilgreiningu:

25. gr. Greining á sérþörfum og stöðu umsækjenda um alþjóðlega vernd.

 „Umsækjandi um alþjóðlega vernd skal gangast undir læknisskoðun svo fljótt sem verða má frá því að umsókn er lögð fram. Við meðferð umsóknar um alþjóðlega vernd skal Útlendingastofnun tryggja, eins fljótt og kostur er, að fram fari, með aðstoð viðeigandi sérfræðinga, einstaklingsbundin greining á því hvort umsækjandi teljist vera í sérstaklega viðkvæmri stöðu, sbr. 6. tölul. 3. gr. Teljist umsækjandi vera í slíkri stöðu skal meta hvort hann hafi vegna þessa einhverjar sérþarfir sem taka þurfi tillit til við meðferð málsins, t.d. þörf fyrir tiltekna heilbrigðisþjónustu. Slíkt mat skal ekki bundið við þann tíma sem sótt er um og ekki skal takmarka rétt einstaklings til sérstakrar aðstoðar þótt sérþarfir, sem stafa af viðkvæmri stöðu hans, komi fram síðar en við umsókn.“

3. gr.

„6. Einstaklingar í sérstaklega viðkvæmri stöðu: Einstaklingar sem vegna tiltekinna persónulegra eiginleika eða aðstæðna hafa sérþarfir sem taka þarf tillit til við meðferð máls eða geta ekki að fullu eða með engu móti nýtt sér rétt eða uppfyllt skyldur sem kveðið er á um í lögum þessum án aðstoðar eða sérstaks tillits, t.d. fylgdarlaus börn, fatlað fólk, fólk með geðraskanir eða geðfötlun, aldrað fólk, þungaðar konur, einstæðir foreldrar með ung börn, fórnarlömb mansals, alvarlega veikir einstaklingar og einstaklingar sem hafa orðið fyrir pyndingum, kynfæralimlestingum, nauðgun eða öðru alvarlegu andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi.“

Samkvæmt upplýsingum sem við höfum undir hendi vegna umræddra kvenna eru þær í sérstaklega viðkvæmri stöðu,  þar sem þær hafa orðið fyrir misnotkun og áföllum, andlegu- og líkamlegu ofbeldi  auk kynfæralimlestinga og kynferðisofbeldis. Þær  glíma við mjög alvarleg andleg veikindi vegna áfalla tengdu ofbeldi og fordóma sem þær hafa þurft að þola á Grikklandi.

Íslensk stjórnvöld hafa komist að þeirri niðurstöðu að sérstaklega viðkvæm staða hjá þessum konum hafi ekki áhrif á ákvörðun þeirra um að vísa þeim aftur til Grikklands. Samtök kvenna af erlendum uppruna  telja slíka lagatúlkun ekki vera í samræmi við lög og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands, þ.m.t. Istanbúl-samninginn og mannréttindasáttmála Evrópu.

Í ljósi framangreinds vilja Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi minna stjórnvöld á um skyldu sína gagnvart konum í viðkvæmri stöðu og eftir atvikum hvetja kæranefnd útlendingamála til að taka umsókn þeirra til efnismeðferðar hérlendis.

You may also like