Annar viðburður í Heimsyndisgarði var haldinn í Norræna Húsinu 16. maí síðastaliðinn.

24 konur og eitt barn tóku þátt í að hreinsa útibeð, bæta mold og sá gulrótum og næpum. Við fengum mold frá Gæðamold og þökkum kærlega fyrir þeirra stuðning.

Það var sannarlega sumarsæla og nýi eigandinn að Kaffihúsinu SONO í Norrænna Húsinu bauð konum te og kaffi.

Garðyrkjukonurnar munu hittast næsta sunnudag 30. maí kl. 14 til að færa ungu plönturnar sem við sáum í mjðjum apríl. Verið velkomin ef ykkur langar að taka þátt í að rækta Heimsyndisgarð með okkur. 

You may also like