Almennt Almennt Fréttir Söguhringur kvenna Viðburðir

W.O.M.E.N. OG REYKJAVÍK YOGA Í FARSÆLT SAMSTARF

W.O.M.E.N og Reykjavík Yoga hafa tekið höndum saman og færa þér nærandi 6 vikna Yoga & núvitundar námskeið til að finna jafnvægi á krefjandi tímum.

6 vikna byrjunar námskeið í Núvitund (Mindfulness) – með Baddý

Núvitund, eins og hún er kennd á þessu námskeiði, er boð um vellíðan –  möguleikinn á lifa í sátt við núið með opið hjarta. Núvitund þýðir að fylgjast með því sem er að gerast á hverju augnabliki, án þess að dæma og iðkun hennar einkennist af forvitni, vingjarnleika og skýrri sýn.

Núvitundar iðkun færir þér sýnilegan ávinning í alla þætti lífsins. Það er þar sem við lærum að róa hugann og opna hjörtu okkar í þeim tilgangi að vera fullkomlega til staðar í lífinu og mæta hverri stund og okkur sjálfum með góðvild. Núvitundar iðkun er gjöf til þín, en einnig gjöf til þeirra sem eru í kringum þig.

Á þessum 6 vikum munum við leggja af stað í ferðalag við að opna hjartað og þjálfa hugann með Núvitundaræfingum og hugleiðslum, byggðar á samkennd og góðvild í garðs sjálfs þíns og annarra. Við munum læra grunninn í núvitundahugleiðslu, hvernig hægt er að vinna með huga, líkama og sál og hvernig við getum skilið betur okkar eigin tilfinningar, orðið meðvitari um hugsunarmynstur okkar og brugðist betur við. Við munum læra hvernig við getum ræktað samkennd og góðvild gagnvart okkur sjálfum og öðrum og kanna hvernig við getum fært núvitund inn í okkar daglega líf.

Jóga – með Klöru

Jóga eru flókin vísindi sem eiga rætur sínar að rekja til Indlands, og hefur verið aðgengilegt fólki í þúsundir ára. Löngu áður en jóga kom til okkar hins vestræna heims var litið á það sem heilandi lyf fyrir huga, líkama og sál. Lykillinn að því að finna ávinninginn af jóga er í venjubundnum og reglulegum æfingum, sérstaklega þegar við erum að byrja okkar iðkun.

Á þessu námskeiði muntu öðlast traustan grunn fyrir jóga iðkun þína. Við munum fara í gegnum grunnstöðurnar og lærum að aðlaga þær að okkur og tengjast þannig inn á við okkar líkömum. Við munum læra um ávinninginn af hverri jógastöðu líka (svo að þú vitir hvers vegna þú ert að gera það sem þú ert að gera 🙂

Við munum fara yfir einfaldar öndunaræfingar sem geta haft gífurleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu okkar. Þú munt læra um þau fjölmörgu verkfæri sem jóga hefur upp á að bjóða til sem gerir þér kleift að finna meira líkamlegt, andlegt og tilfinningalegt jafnvægi.

Kennarar þínir:

Baddý og Klara eru aðalkennarar Reykjavík Yoga og hafa kennt og deilt ástríðu sinni um árabil. Þær kenna báðar jóga og hugleiðslu en þegar þeir leiða námskeið saman einbeita þær sér að „sérhæfingu“ þeirra: Baddý stýrir núvitundarhlutanum og Klara stýrir jóga og öndunaræfingum.

 Þær hafa haldið saman námskeið, vinnustofur og retreats í jóga og núvitund síðan 2016

Lengd hvers tíma: 75-90 mín Kennsla fer fram á ensku.

Hægt er að lesa meira um Baddý og Klöru á vefsíðu Reykjavik Yoga:

https://www.reykjavikyoga.com/#en/ kennarar

Námskeiðið verður haldið á sunnudögum klukkan 13:30 í Reykjavík Yoga, Frakkastíg 16, 101 Reykjavík  (fyrir ofan Brauð & Co) og einnig í gegnum ZOOM streymi.

VEGNA COVID TAKMARKANNA MEGA AÐEINS  10 MANNS MÆTA Á STAÐINN, þannig að fyrstu tíu meðlimirnir sem skrá sig geta notið námskeiðsins í stúdíóinu á Frakkastíg. Við hin munum njóta kennslunnar heima í stofu.

Kennsla hefst 14. Febrúar og kennt er alla sunnudaga í 6 vikur.

BADDÝ OG KLARA MUNU BJÓÐA ÞÁTTTAKENDUM UPP Á 20% AFSLÁTT AF KORTUM HJÁ REYKJAVÍK YOGA Á MEÐAN NÁMSKEIÐ STENDUR YFIR.

  • Hægt er að skrá sig hér: skra@womeniniceland.is
  • Gríptu þetta einstaka tækifæri til að næra líkama og sál með bestu kennurum á Íslandi!

BÓKAÐU NÚNA!

You may also like