Varðandi fréttir 9. desember um meinta mismunun gagnvart konum af erlendum uppruna sem eiga sér stað hjá Fjölskyldahjálp:
W.O.M.E.N. tekur þetta mál mjög alvarlega. Sem samtök með það að markmiði að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins, erum við mjög vonsvikin að heyra að Fjölskyldahjálp hafi aftur komið fram í fréttum fyrir meinta mismunun gagnvart útlendingum.
Fyrsta skipti sem þetta gerðist var árið 2010. Þrátt fyrir afneitun framkvæmdastjórans um að stunda mismunun gagnvart útlendingum sem fjölmiðlar birtu síðar afrit af uppteknu samtali hennar sem sýndi að þessar afneitanir voru ekki byggðar á staðreyndum. Með það í huga að þessar nýjustu fréttir séu byggðar á ásökunum, sumar þeirra frá einstaklingum sem ekki vildu tjá sig undir eigin nafni, teljum við engu að síður að skyldan felist í stjórnun Fjölskyldahjálpar til að sýna fram á, án vafa, að allir sem leita til þeirra vegna aðstoð séu meðhöndlaðir jafnt, óháð þjóðerni, trú, kyni eða kynþætti.
Við viljum minna borgarstjórn Reykjavíkur á skyldu sína til að vinna með tillöguna um heildstætt átak gegn fordómum og hatursorðræðu sem lögð var fram á vegum samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi 30. apríl 2019 á sameiginlegum fundi borgarstjórnar og fjölmenningaráðs. Borgarráðsfulltrúar greiddu atkvæði samhljóða um að vinna með eftirfarandi tillögu:
“Lagt er til að Reykjavíkurborg fari í heildstætt átak gegn fordómum og hatursorðræðu í garð innflytjenda í þeim tilgangi að stuðla að þróun samfélags þar sem allir samfélagsþegnar fái að lífa með reisn, í sátt og samlyndi. Átakið gæti snúið fyrst að vinnustöðum Reykjavíkurborgar og svo að samfélaginu í heild sinni með það að markmiði að auka vitun um fjölbreytni samfélagsins, hvetja til jákvæðra orðfæris og raungera hin auknu gæði í tækifæri sem fjölbreytileiki felur í sér. Ekki síst er mikilvægt að efla faglega þekkingu starfsfólks Reykjavíkurborgar á menningarnæmi og -færni.” ( hægt er að nálgast tillagan ásamt greinargerð hér)
Í ljósi þessa hvetjum við Borgarstjórn Reykjavíkur til að gera Fjölskyldahjálp einnig ábyrga, krefjast gagnsærrar rannsókna og, ef mismunun er sannarlega að störfum hjá Fjölskyldahjálp, að draga til baka allt það fjarmagn sem Fjölskyldahjálp fær, þar sem borgin getur ekki og verður ekki að veita fjármagn til samtaka sem starfa í beinni andstöðu við Mannréttindastefnur Reykjavíkur.
Við gerum okkur grein fyrir því að þetta ár eru sérstaklega margir sem þurfa á mataraðstoð að halda. En í ljósi nýlegra atburða viljum við beina fólki til Mæðrastyrksnefndar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Pepp Ísland, grasrótar fólks í fátækt og Hjálpræðishersins eru meðal þeirra hópa sem fólk ætti að veita stuðning sinn og leita sér hjálpar til þar til Fjölskylduhjálp sýnir ótvírætt fram á að mismunun er ekki liðað innan starfsemina þeirra.
Stjórn samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi