Fréttir

Tvær konur kosnar í stjórn

W.O.M.E.N samtök héldu aðalfund sinn þriðjudaginn 24. nóvember. Kosið var um tvö sæti í stjórninni. Nichole Leigh Mosty núverandi forkona var endurkjörin til að gegna sæti sínu og Andie Sophia Fontaine var einnig kjörin. Shantaye Brown var boðið sæti sem áheyrnarfulltrúi.

Andie Sophia Fontaine er fréttastjóri á Reykjavík Grapevine. Hún hefur starfað sem blaðakona í næstum 20 ár og er eina opinberlega trans blaðakonan á Íslandi. Hún var einnig fyrsti innflytjandinn sem tók sæti á þinginu, sem varamaður þingmanns, árið 2007. Í gegnum starfið hennar hefur hún einbeitt sig á mannréttindi, kynjajafnrétti, og réttindi nýrra Íslendinga.

Shantaye Brown flutti til Íslands fyrir einu ári frá Jamaíka. Shantaye starfar sem rithöfundur á íslandi og hefur birt nokkrar greinar í tengslum við lífsstíl. Shantaye gaf út skáldsögu meðan hún bjó á Jamaíka og vinnur nú að annarri á Íslandi. Shantaye er að læra íslensku stig 2 og. Hún hyggst hefja nám í hjúkrunarfræði á Íslandi.

W.O.M.E.N. samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi er mjög þakkláttt að fá Andie Sophia í stjórn og Shantaye sem áherynafulltrúi þar sem þær koma  til að vera virkt í að auka jafnrétti fyrir allar konur, cis og trans saman. W.O.M.E.N vil sérstaklega fagna því að fá Andie Sophia með í liði til að hjálpa til að sjá til þess að trans konur sé virtar sem konurnar sem þær eru á öllum sviðum samfélagsins.

„Við hjá W.O.M.E.N erum auðmjúkar að tilkynna að Andie Sophia er fyrsta trans konan sem tekur sæti í stjórninni og við teljum að þetta sé tímamót í baráttu okkar fyrir sönnu jafnrétti. Við erum mjög stolt og hlökkum til að bjóða fleiri konum af erlendum uppruna úr hinsegin samfélaginu til að taka þátt í starfinu hjá okkur.“  Nichole Leigh Most forkona W.O.M.E.N samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi

You may also like