Atvinna og félagsleg mál Fréttir Menntun Viðburðir

Kynjaþing 2020 9. – 13. nóvember 2020 W.O.M.E.N samtök kvenna af erlendum uppruna verða með tvo viðburði

Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og grasrótarsamtökum og hugmyndin er sú að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femíniskri umræðu.

Í ár fer dagskrá Kynjaþings fram eingöngu á veraldarvefnum! Fylgist með nýjum viðburðum á facebook.com/kynjathing.

Við hjá W.O.M.E.N samtök kvenna af erlendum uppruna verðum með tvo viðburði á miðvikudaginn 11. nóvember:

  • Klukkan 10:00 “Conversation with Alma B. Serrato / Coping with social status loss” Hér er hlekkur á Facebook viðburðinn þar sem þú munt finna ítarlegar lýsingu og Zoom hlekkinn.
  • Klukkan 18:30 ““Sharing Culture” Key to collaborative communication and cultural competence when working with parents of multiethnic origins.” Hér er hlekkur á Facebook viðburðinn þar sem hægt er að finna ítarlegar lýsingu og Zoom hlekkinn.

 

Við hlökkum til að “sjá” ykkur þar!

 

You may also like