Almennt

Vilt þú gefa kost á þér til setu í stjórn W.O.M.E.N samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi?

Tekið er á móti umsóknum til 14. nóvember 2020.

Ertu núverandi félagi, þátttakandi eða virk fylgiskona okkar á W.O.M.E.N á Íslandi? Langar þig til að taka enn meiri þátt í því hlutverki sem samtök okkar gegna í þágu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, með sjálfboðaliðastarfi og virkni á öflugan hátt?

Ef þú ert kona af erlendum uppruna sem langar til að taka virkan þátt og hafa áhrif á líf annarra kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, viljum við hvetja þig til að senda inn umsókn um að bjóða þig fram í annað tveggja lausra sæta í stjórn W.O.M.E.N.

W.O.M.E.N á Íslandi er nú að taka við umsóknum frá konum sem vilja bjóða sig fram í þessi tvö lausu sæti í stjórn okkar, í komandi kosningum 24. nóvember 2020 á aðalfundi samtakanna. Við hvetjum konur af erlendum uppruna sem eru tilbúnar og færar til að leggja tíma, styrk, þekkingu og orku sína til liðs við okkur, að bjóða sig fram til stjórnarsetu.

Stjórnarkonur í W.O.M.E.N á Íslandi taka þátt í verkefnum sem snúa að valdeflingu kvenna og leiða umræður á ýmsum sviðum samfélagsins varðandi samþættingu, réttindi og skyldur og virkrar þátttöku kvenna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi. Í gegnum sjálfboðaliðastarf í stjórninni munt þú  tengjast fólki af íslenskum og erlendum uppruna, stofnunum  og samtökum sem deila sameiginlegum markmiðum okkar í að vinna að því að bæta málefni innflytjenda, kvenréttinda og mannréttinda. Þú munt einnig taka þátt í að efla félagsauð í íslensku samfélagi.

Á aðalfundi munu verða greidd atkvæði um tvö laus sæti sem í boði eru í stjórninni. Núverandi stjórnarkonum sem eru í stjórnarsæti sem verður laust í lok núverandi kjörtímabils, er einnig velkomið að sækja um endurkjör. Á fyrsta formlega fundinum með nýkjörnum fulltrúum mun stjórnin taka ákvörðun um verkaskiptingu og störf meðal stjórnarmanna.

Formaður og stjórn hafa umboð til að birta ályktanir í nafni samtakanna svo framalega sem ályktunin er í samræmi við grundvallar gildi og stefnu samtakanna. Allir stjórnarmenn sitja í 2 ár.

Hvers er ætlast af þér, sem stjórnarkonu?

  • Að taka þátt í og ​​styðja verkefnin sem W.O.M.E.N vinnur nú að með því að aðstoða aðra stjórnarmenn.
  •  Vera virkur í að skapa vitund um verkefni, miðla upplýsingum og stuðla að þátttöku kvenna af erlendum uppruna annað hvort í verkefnum okkar eða samstarfsverkefnum með öðrum samtökum.
  •  Sýna vilja til að halda áfram og þróa verkefni í framtíðinni ef þörf krefur.
  • Vera fulltrúi W.O.M.E.N á fundum og ráðstefnum á Íslandi og ef mögulegt er, einnig erlendis.
  • Taka að minnsta kosti eina vakt á 4-8 vikna fresti við jafningjaráðgjöf á þriðjudagskvöldum með öðrum meðlimum.
  • Mæta á stjórnarfundi (á um það bil 4-6 vikna fresti).
  • Aðstoða við að stjórna síðum á samfélagsmiðlum reglulega.
  • Að vera virkur stuðningsmaður samtakanna W.O.M.E.N með gjörðum þínum og orðum.

Hverjar eru kröfur til umsækjenda?

  • Umsækjandinn verður að vera kona, af fyrstu eða annarri kynslóð af erlendum uppruna og verður að dvelja nú þegar á Íslandi.
  • Það er mikilvægt að hafa brennandi áhuga og skilning á þörfum, kerfum og réttindum sem tengjast málefnum innflytjenda og kvenréttinda hér á Íslandi.
  • Umsækjandinn verður að vera reiðubúinn að skuldbinda sig til ábyrgðarinnar sem fylgir því að sitja í stjórn samtakanna með virkri þátttöku í starfsemi og störfum, til að tryggja að ábyrgð og ánægju sé deilt jafnt milli stjórnarmanna.
  • Geta lesið, skrifað og talað íslensku (þarf ekki að vera fullkomið)
  • Við krefjumst þess að umsækjandi skrifi undir trúnaðarsamning þegar tekið er sæti í stjórninni. Hlutverk okkar er fólgið í því að styðja við konur af erlendum uppruna og vinna með stofnunum í einkageiranum á landsvísu og sveitarstjórnarstiginu er mjög mikilvægt. Skuldbinding þín til að vernda þennan trúnað er nauðsynlegur og mikilvægt gildi í kjarna starfi samtakanna.

Hvernig sæki ég um?

Sendu tölvupóst á skra@womeniniceland.is með eftirfarandi upplýsingum eigi síðar en 14. nóvember 2020:

* Nafn

* Heimilisfang

* Netfang

* Símanúmer

* Stutt yfirlit yfir reynslu þína af kvenna- og innflytjendarétti og markmiðum þínum til að bjóða þig fram í sætið (t.d. hvaða markmiðum þú vilt ná sem stjórnakona)

Athugið að þetta er ekki launuð starf allir stjórnarmenn og varamenn eru sjálfboðaliðar þar sem við erum góðgerðarsamtök.

Nánari upplýsingar um samtök okkar og störf er að finna á heimasíðu okkar. www.womeniniceland.is

You may also like