Almennt

Fundargerð framhald-aðalfundur Samtaka kvenna af erlendum uppruna

Framhald-aðalfundur Samtaka kvenna af erlendum uppruna

11 desember, 2019

Gerðuberg Menningarhús Kl 18:00

Fundur settur kl.18.15

A. Kosning fundarstjóra og fundarritara

Lögð var fram eftirfarandi tillaga:

Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður, verði fundarstjóri framhalds-aðalfundar.

Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir verði ritari framhalds-aðalfundar.

Samþykkt.

B. Lagabreytingar

Lögð var fram tillaga stjórnar um lagabreytingar.

Umræður fóru fram. Lögð var fram tillaga um að fresta yrði afgreiðslu á tilögu stjórnar um lagabreytingar og stjórn yrði falið að vinna að heildarendurskoðun laganna ekki seinna en fyrir næsta aðalfund. Sömuleiðis að leitað yrði samráðs við félagskonur um stefnu og starfsemi.

Samþykkt einróma.

C. Umræður um félgsaðild og skrá fóru fram. Þarf er á því að hafa skrá yfir félagsmenn svo hægt sé að senda löglegt fundarboð

Lögð fram tillaga að stjórn uppfæri félagatal í samræmi við lög félagsins.

Samþykkt einróma.

D. Ekki var óskað eftir að ræða önnur mál.

Fundi slitið kl. 19.12

You may also like