Almennt

Aðalfundur Samtaka kvenna af erlendum uppruna 7 nóv 2019

Aðalfundur Samtaka kvenna af erlendum uppruna
7. Nóv, 2019
Kl 19:00
Hallveigarstaðir
Túngata 14

A. Fundur settur

B. Kosning fundarstjóra og fundarritara

Lögð var fram eftirfarandi tillaga:
Margrét Steinarsdóttir verði fundarstjóri aðalfundarins.
Sabine Leskopf verði ritari aðalfundarins.
Samþykkt.

C. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
Formaður Samtakanna kynnti skýrslu stjórnarinnar og varaformaður Samtakanna kynnti verkefnið Söguhringur kvenna og MeToo verkefni Söguhringsins og samstarf við Ós Pressuna.

D. Reikningar félagsins

Reikningar félagsins voru kynntir af gjaldkera félagsins, Karen Björnsson.

Margrét Steinarsdóttir, skoðunarmaður, staðfesti að hafa farið yfir reikninga félagsins.

Ársreikningurinn var samþykktur.

E. Kosning í stjórn
Fráfarandi stjórnarkonum Edythe Mangindin og Karen Björnsson er þakkað fyrir vel unnin störf.
Fram fór kynning á frambjóðendum.

Ásamt þeim stjórnarmeðlimum sem fengu kosningu í fyrra og sitja þar af leiðandi áfram í stjórninni voru kosnar nýjar stjórnarkonur og er Stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna eftirfarandi í starfsrófsröð:

Angelique Kelley
Elena Vladimirovna Zaytseva
Kushu Gurung
Margaret Anne Johnson
Nichole Leigh Mosty
Shelagh Smith

Þar sem 3 fengu kosningu með sama atkvæðafjölda í sæti varamanna, samþykkti fundurinn að tilnefna 3 varamenn sem eru: Achola Otieno, Lisa Franco og Patience Adjahoe Karlsson.

Áheyrnarfulltrúar eru Elena Orlova, Hye Joung Park, Julia Gerasimova og Marion Poilvez.

F. Kosning skoðunaraðila reikninga

Lögð fram tillaga um að fela Margréti Steinarsdóttur að vera skoðunaraðili reikninga.
Samþykkt.

G. Ákvörðun félagsgjalda

Kynning á könnun sem framkvæmd var við undirbuning aðalfundarins.
Lögð var fram tillaga um félagsgjöld að upphæð 3000 kr. frá og með 1. janúar 2020 og fela stjórninni að vinna að útfærslu skráningarkerfis fyrir félagið.
Samþykkt.

H. Lagabreytingar
Lögð var fram tillaga stjórnar um lagabreytingar. Voru margar fundarkvenna á því að þær þyrftu meiri tíma til að skoða tillögurnar og var því lagt til að framhaldsaðalfundur yrði haldinn við fyrsta tækifæri þar sem tillögur um lagabreytingar verða ræddar. Tillögurnar verði sendar út með fundarboði til félaga á íslensku og ensku.
Samþykkt.

I. Tillaga stjórnar um starfsáætlun næsta starfsárs
Lögð fram tillaga að starfsáætlun næsta starfsárs.
Samþykkt.

J. Önnur mál

K. Fundarslit

Fundi slitið kl. 21.34

You may also like