Almennt

Umsóknum um sæti í stjórn

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
large_logo-women (1)

W.O.M.E.N. in Iceland

 Umsóknum um sæti í stjórn

Ert þú kona af erlendum uppruna sem hefur áhuga á því að leggja þig fram við að hafa áhrif á líf annara kvenna af erlendum uppruna á Íslandi ? Vilt þú leggja þig fram við að taka þátt í valdeflandi verkefnum og vera leiðandi í umræðum á ýmsum vettvöngum hvað varðar gagnkvæma aðlögun, réttindi og skyldur ásamt samfélagslegri virkni á Íslandi? Viltu mynda tengslanet með öðru fólki, stofnunum og félagasamtökum sem hafa sameiginlegt markmið að vinna hörðum höndum að málefnum innflytjenda um mannréttindi og samfélagsbætandi þróun?

W.O.M.E.N. in Iceland – Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi taka nú við umsóknum í sæti stjórnarinnar í komandi kosningum á aðalfundi samtakanna þann 07. Nóvember 2019.

Aðalfundur kýs sjö konur í stjórn með málfrelsi, tillögurétt og kosningarétt. Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi í kjölfar kosninganna.
Aðalfundur kýs allt að sjö áheyrna fulltrúa sem munu hafa málfrelsi og tillögurétt, til setu á öllum stjórnarfundum samtakanna. Ef stjórnarmaður forfallast skal áheyrnarfulltrúi taka sæti hans. Ef ekki er hægt að fylla í sæti í stjórn vegna forfalla skal auglýsa stöðuna á vefsíðum samtakanna og kosið verður í stöðuna á næsta aðalfundi.

Formaður og stjórn hafa umboð til að álykta í nafni samtakanna enda sé ályktunin í samræmi við grundvallarmarkmið þeirra.

Stjórnarmeðlimir sitja 2 ár í stjórninni.

Hvaða kröfum mætti ég búast við sem stjórnarmeðlimur eða áheyrnarfulltrúi?

– Taka þátt í verkefnum sem unnið er að hverju sinni með því að aðstoða aðra meðlimi stjórnarinnar

– Vera virk í að vekja athygli á verkefnum, miðla upplýsingum og efla konur til virkrar þátttöku í verkefnum á vegum okkar og í samstarfi við W.O.M.E.N

– Að gæta alltaf trúnaðar í starfinu gagnvart þeim konum sem við störfum með og fyrir, samstjórnendum, verkefnum sem þeim þar við förum með ábyrgð, á fundum með stofnunum og öðrum félgassamtökum.

– Vera viljug til þess að taka að sér verkefnastjórn í framtíðinni ef þess þarf.

– Mæta sem forsvarskona W.O.M.E.N. á fundi og ráðstefnur á Íslandi og einnig erlendis ef tilefni er til.

– Taka að minnsta kosti eina vakt á 4-8 vikna fresti í jafningjaráðgjöf á þriðjudagskvöldum ásamt öðrum meðlimum.

– Mæta á stjórnarfundi (á c.a. 4-6 vikna fresti).

– Vakta tölvupóstinn og Facebook síðuna á 7 vikna fresti.

Hverjar eru umsóknarkröfur?

– Umsækjandinn verður að vera kona af erlendum uppruna af fyrstu eða annari kynslóð sem býr á Íslandi og hefur brennandi áhuga á málefni innflytjenda.

– Umsækjandinn verður að vera reiðbúinn að skuldbinda sig við ábyrgð sem fylgir stjórnarsetu með því að taka virkan þátt í starf samtakanna til að tryggja það að ábyrgð og gleði dreyfist jafn yfir stjórnarkonur.

– Getur lesið og talað íslensku (þarf ekki að vera fullkomin).

– Áhuga á því að vinna í þeim málefnum sem varða konur af erlendum uppruna og innflytjendur á Íslandi.

 

Hvernig sæki ég um?

Sendu tölvupóst á skra@womeniniceland.is með eftirfarandi upplýsingum ekki seinna en
31. október 2019:

*Nafn.
*Heimilisfang.
*Netfang.
*Símanúmer.
*Stutt samantekt á reynslu þinni og þeim markmiðum sem þú myndir setja þér sem meðlimur stjórnar samtakanna.

Athugið að allir stjórnendur og áheyrnarfulltrúar eru sjálfboðaliðar.
Nánari upplýsingar um starfsemi W.O.M.E.N. samtakanna má nálgast á heimsiðan okkur.

https://womeniniceland.is/is/

 

You may also like