Almennt

Sögurhringur Kvenna óskar eftir sjálfboðaliðum

Sögurhringur Kvenna óskar eftir sjálfboðaliðum

 

Hvað er Sögurhringur Kvenna?

Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N. á Íslandi. Söguhringurinn er vettvangur fyrir konur til að skiptast á sögum, segja frá reynslu sinni og menningarheimi og vera hluti af skapandi umhverfi. Félagsskapurinn er opinn öllum konum sem langar að hitta aðrar konur, deila hugmyndum og ekki síst njóta samvista í afslöppuðu andrúmslofti. Söguhringurinn er kjörinn staður til tungumálaæfinga fyrir þær sem vilja ná betri tökum á íslensku. Allar konur velkomnar.

Aðstoða verkefnastjóra vantar

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N) eru að leitast eftir sjálfboðaliðum sem eru tilbúnir til að vera fulltrúar okkar í þessu samstarfi. Við munum hefja störf í haust með nýtt og spennandi lista verkefni. Allar konur eru velkomnar að gangast til liðs við okkur að þeim kostnaðarlausu. Þú getur lesið um þetta verkefni í þessum hlekk.

https://womeniniceland.is/is/events/nytt-heimskort-soguhrings-kvenna/

Það sem við erum að leitast eftir eru konur sem vilja taka þátt í því að aðstoða okkur við að gera þetta verkefni að veruleika. Við erum að leitast eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða okkur þá daga sem við hittumst, aðstoða við uppsetningu og undirbúning fyrir verkefnið og tiltekt eftirá. Við vonum líka að sjálboðaliðar okkar taki þátt í verkefninu sem við erum að vinna að.

Söguhringur kvenna hittist yfirleitt fyrsta sunnudag mánaðarins, þökk sé nýja verkefnisins munum við hittast oftar. Við erum því að leitast eftir konum sem vilja mæta þegar þær geta og aðstoða okkur.

Endilega hafið samband við okkur í info@womeniniceland.is ef þið hafið áhuga á því að bjóða fram ykkar tíma fyrir hönd Samtaka Kvenna af Erlendum Uppruna sem aðstoðar verkefnisstjóra þessa nýja verkefnis.

You may also like

Discover more from W.O.M.E.N. á Íslandi

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading