Kimchi námskeið

Kimchi (1)

 

Samtök kvenna af erlendum uppruna eru stolt að kynna nýjar áherslur á þjóðlegu eldhúsi. Í september verðum við með Kimchi námskeið.

Hvað er Kimchi?

Kimchi er Kóreskur þjóðaréttur sem samanstendur af gerjuðuðum chilli pipar, og  grænmeti, venulegast káli. Það álitið holt meðlæti og getur verið borðað með öðrum réttum eins og hrísgrjónum, núðlum og pönnukökum, svo eitthvað sé nefnt.

Ah leum Kwon (arim) og Kyoung Eun Choi sem eru frá suður kóreu , ætla að halda námskeiðið

Það eru 20 sæti í boði, fyrstur kemur fyrstur fær. Þetta námskeið er bara fyrir konur, og allar konur eru velkomnar.

Verð: 1200kr á mann
Dagsetning: Fimmtudagur, 7 sept.
Staðsetning: Túngata 14, 101 Reykjavík (Vinstri hurð, kjallari)
Tími: 19:30-22:00
Þið farið með ykkar Kimchi heim.

Ykkur er velkomið að koma með eigin drykki og eitthvað snakk þar sem það verður ekki matur í boði í þetta sinn.

Við verðum með kaffi, te og vatn í boði.

Siðasti skráningardagur er þriðjudaginn 5 sept.
Þið fáið leiðbeiningar um hvað þið eigið að koma með þegar þið skráið ykkur.
Skráning hjá eldhus@womeniniceland.is

You may also like