Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi leitar eftir sjálfboðaliðum fyrir viðburði Þjóðlegs eldhús okkar.
Hvað er Þjóðlegt Eldhús?
Þjóðlegt eldhús er viðburður sem er haldinn einusinn í mánuði frá september til maí þar sem að sjálfboðaliðar koma saman með vinkonum sínum og elda uppáhalds máltíðir sínar frá heimalandinu til að deila með gestum viðburðarins. Þessi viðburður er vanalega haldinn fyrsta Fimmtudag hvers mánaðar.
Viðburðirnir eru yfirleitt fljótt fullbókaðir og leyfum við aðeins 30 skráða gesti. Allar konur eru velkomnar að skrá sig fyrir kvöldið og er þetta viðburður sem er einungis ætlaður konum.
Sjálfboða kokkar!
Í gegnum árin höfum við fengið konur sem eru búsettar á Íslandi til þess að deila með okkur sérréttum sínum sem þær halda uppá frá heimalandinu. Síðastliðin ár höfum við notið bragðsgóðra rétta frá Tyrklandi, Suður Kóreu, Keníu, Mexíkó og Skotlandi svo dæmi má nefna. Ef þú hefur eldað matinn þinn á viðburðum okkar og vilt koma aftur að deila fleiri réttum, vertu velkomin!
Ef þú og vinkonur þínar hafið áhuga á því að elda fyrir viðburð okkar og deila með okkar einhverjum af uppáhalds réttum ykkar frá heimalandinu, vinsamlegast hafið samband svo við getum sent ykkur frekari upplýsingar.
Aðstoðarfólk óskast!
Við óskum einnig eftir konum sem bjóða sig fram og eru tilbúnar til að aðstoða á degi viðburðiarins. Þær þyrftu að vera lausar frá 17:00 til 22:00 um kvöldið. Sjálfboðaliðarnir greiða ekki fyrir máltíðirnar sem bornar eru fram það kvöldið. Sjálfboðaliðarnir aðstoða við uppsetningu á salnum fyrir viðburðinn, aðstoða á meðan að á viðburðinum stendur og aðstoða svo við tiltekt í salnum eftir viðburðinn. Það er EKKI búist við því að þið vaskið upp.
Endilega hafið samband við okkur í eldhus@womeniniceland.is ef þið hafið áhuga á því að elda eða aðstoða við mánaðarlegan viðburð okkar.