Almennt

Námskeið fyrir frumkvöðlakonur af erlendum uppruna

Ertu með viðskiptahugmynd sem þú vilt vinna með?

 

Vinnumálastofnun og Nýsköpunarmiðstöð Íslands standa fyrir námskeiði fyrir frumkvöðlakonur af erlendum uppruna haustið 2017, en verkefnið hlaut styrk frá  í vor. Félag kvenna af erlendum uppruna er einnig samstarfsaðili í verkefninu.

Námskeiðið er fyrir konur af erlendum uppruna sem vilja fullvinna viðskiptaáætlun sína. Ekki er skilyrði að búið sé að stofna fyrirtæki um verkefnið en að hugmynd sé nokkuð mótuð og að stofnað verði fyrirtæki.  Efnið á námskeiðinu mun samanstanda af fræðslu um frumkvöðlafræði, stefnumótun, markaðs- og samkeppnisgreiningu, markaðsáætlanagerð, markaðssetningu á netinu, fjárhagsáætlanagerð og fjármögnun, skatta og launamál.

Einnig verður farið í persónulega hæfniþætti eins og markmiðasetningu, tímastjórnun, kortlagningu tengslanets,  samskipti, eflingu sjálfstraust, styrkleikagreiningu, mannauðsstjórnun og samningatækni.

Að loknu námskeiðinu munu þátttakendur kynna sínar viðskiptaáætlanir og fá viðurkenningar fyrir þátttökuna.

Námskeiðið hefst þann 4.september næstkomandi og stendur í 14 vikur og verður kennt í húsnæði Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Keldnaholti.  Kennt verður á mánudögum frá kl. 13.00-16.00

Þátttakendur verða að hafa gott vald á íslensku og ensku, þar sem námsefnið verður á íslensku en kennt á ensku.

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu en krafist er 80% mætingar.

Umsóknarfrestur er til og með 30 ágúst næstkomandi.

Umsókn – fræðsla fyrir frumkvöðlakonur af erlendum uppruna

Kynningarfundur verður að Hallveigarstöðum (Túngata 14, 101 Rvk) þann 25.ágúst kl. 17.00-18.00 á vegum Félags kvenna af erlendum uppruna en fundurinn er opinn öllum áhugasömum konum af erlendum uppruna.

Stuðningsaðilar

Atvinnumál Kvenna
Vinnumálastofnun 
Samtök kvenna af erlendum uppruna á íslandi
Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Velferðarráðuneytið

 

You may also like