Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Hefur þú brennandi áhuga á því að taka þátt í málefnum sem hafa áhrif á konur af erlendum uppruna og innflytjendur sem búsettir eru á Íslandi? Viltu mynda tengslanet með öðru fólki, stofnunum og félagasamtökum sem hafa sama áhugann og vinna hörðum höndum að þessum málefnum?
W.O.M.E.N. in Iceland – Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi taka nú við umsóknum í sæti stjórnarinnar (7 sæti í stjórn og 7 áheyrnarfulltrúar) í komandi kosningum 07. Nóvember 2018.
Hver er munurinn á því að sitja í 7 sæta stjórninni og að vera áheyrnarfulltrúi?
7 sæta stjórnin og áheyrnarfulltrúarnir sitja á sömu fundunum og ræða allar ákvarðanir sem teknar eru varðandi W.O.M.E.N. samtökin. 7 sæta stjórnin tekur loka ákvarðanir varðandi samtökin. Ef einhver meðlimur 7 sæta stjórnarinnar víkur frá störfum tekur, ef hann samþykkir, áheyrnarfulltrúi við stöðunni. Annars er ekki mikill munur – við komum ekki misjafnlega fram við meðlimi okkar. Stjórnarmeðlimir sitja 2 ár við stjórnina.
Hvaða kröfum mætti ég búast við sem stjórnandi eða áheyrnarfulltrúi?
– Taka þátt í verkefnum sem við vinnum með að hverju sinni með því að aðstoða aðra meðlimi stjórnarinnar og að vera viljugir til þess að taka að sér verkefnastjórn í framtíðinni ef þess þarf
– Mæta sem forsvarsmenn W.O.M.E.N. á fundum og ráðstefnum á Íslandi og einnig erlendis ef hægt er
– Taka að minnsta kosti eina vakt á 4-8 vikna fresti í jafningjaráðgjöf á þriðjudagskvöldum ásamt öðrum meðlimum
– Mæta á stjórnarfundi (á c.a. 4-6 vikna fresti)
– Vakta tölvupóstinn og facebook síðu á 7 vikna fresti.
Hverjar eru umsóknarkröfur?
– Umsækjandinn verður að vera kona af erlendum uppruna sem býr á Íslandi og upplifir sig sem innflytjanda
– Getur lesið og talað Íslensku (verður ekki að vera fullkomin)
– Áhugi að vinna í málefnum sem varða konur af erlendum uppruna og innflytjendur á Íslandi.
Hvernig sæki ég um?
Sendu tölvupóst á info@womeniniceland.is með eftirfarandi upplýsingum ekki seinna en
31. október 2018:
*nafn
*heimilisfang
*netfang
*símanúmer
*stutt samantekt á reynslu þinni og markmiðum sem þú myndir setja þér sem meðlimur stjórnar samtakanna.
Athugið að allir stjórnendur og áheyrnarfulltrúar eru sjálfboðalíðar.
Nánari upplýsingar um starfsemi W.O.M.E.N. samtakana er hægt að nálgast á