Vinnustofa
Hvenær: 8. júní 2016 kl. 09:00 – 16:00
Hvar: Capacent, Ármúla 13
Þann 8. júní mun Capacent í samstarfi við Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi bjóða 20 konum af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi að taka þátt í starfseflingu og aðstoð við að koma sér á framfæri á íslenskum vinnumarkaði. Markmiðið er að fjölga tækifærum þeirra á vinnumarkaði svo þær geti nýtt menntun, hæfni og reynslu sína.
Capacent er leiðandi ráðgjafarfyrirtæki sem byggir á fjölbreyttri reynslu og þekkingu starfsfólks. Með þátttöku í verkefninu vonast starfsfólk Capacent til þess að geta miðlað af þekkingu sinni og reynslu, og aukið í leiðinni skilning sinn á aðstæðum og áskorunum sem konur af erlendum uppruna upplifa á íslenskum vinnumarkaði.
Capacent sérhæfir sig m.a. í ráðningum í sérfræði- og stjórnendastörf og er námskeiðið sniðið að konum sem vilja auka líkur á því að finna starf sem hæfir menntun þeirra og reynslu.
Þjálfunin fer fram á íslensku og ensku.
Dagskrá:
Vinnustofur kl. 9:00-14:00
- Tækifæri á íslenskum vinnumarkaði.
- Leiðir til þess að nýta tækifæri á vinnumarkaði.
- Gerð ferilskrár og kynningarbréfs.
- Undirbúningur fyrir atvinnuviðtal.
Samtal við ráðgjafa í ráðningum kl. 14:00-16:00
Námskeiðið er konum að kostnaðarlausu og boðið verður upp á hádegisverð og kaffiveitingar á staðnum. Umsóknarfrestur er til og með 21. maí. Skráning fer fram á vefsíðu Capacent: https://capacent.is/um-capacent/vidburdir/starfsefling-kvenna-af-erlendum-uppruna/