Almennt

Fjölgum starfstæki­færum kvenna af erlendum uppruna

Vinnu­stofa

Hvenær: 8. júní 2016 kl. 09:00 – 16:00
Hvar: Capacent, Ármúla 13

Þann 8. júní mun Capacent í samstarfi við Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi bjóða 20 konum af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi að taka þátt í starfs­efl­ingu og aðstoð við að koma sér á fram­færi á íslenskum vinnu­markaði. Mark­miðið er að fjölga tæki­færum þeirra á vinnu­markaði svo þær geti nýtt menntun, hæfni og reynslu sína.

Capacent er leið­andi ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki sem byggir á fjöl­breyttri reynslu og þekk­ingu starfs­fólks. Með þátt­töku í verk­efninu vonast starfs­fólk Capacent til þess að geta miðlað af þekk­ingu sinni og reynslu, og aukið í leið­inni skilning sinn á aðstæðum og áskor­unum sem konur af erlendum uppruna upplifa á íslenskum vinnu­markaði.

Capacent sérhæfir sig m.a. í ráðn­ingum í sérfræði- og stjórn­enda­störf og er námskeiðið sniðið að konum sem vilja auka líkur á því að finna starf sem hæfir menntun þeirra og reynslu.

Þjálfunin fer fram á íslensku og ensku.

Dagskrá:
Vinnu­stofur kl. 9:00-14:00

  • Tæki­færi á íslenskum vinnu­markaði.
  • Leiðir til þess að nýta tæki­færi á vinnu­markaði.
  • Gerð feril­skrár og kynn­ing­ar­bréfs.
  • Undir­bún­ingur fyrir atvinnu­viðtal.

Samtal við ráðgjafa í ráðn­ingum kl. 14:00-16:00

Námskeiðið er konum að kostn­að­ar­lausu og boðið verður upp á hádeg­is­verð og kaffi­veit­ingar á staðnum. Umsókn­ar­frestur er til og með 21. maí. Skráning fer fram á vefsíðu Capacent: https://capacent.is/um-capacent/vidburdir/starfsefling-kvenna-af-erlendum-uppruna/

You may also like