Almennt Atvinna og félagsleg mál Menntun

Anna Wozniczka talar á Málstofu um möguleika innflytjenda á Íslandi til menntunar og atvinnu

Hugtakið atgervissóun eða „brain waste“ hefur verið notað um það þegar hæfni og þekking innflytjenda nýtist illa eða alls ekki.

Í málstofunni verður fjallað um hvernig þessi mál blasa við Háskóla Íslands og hvaða möguleika skólinn hefur til að snúa þeirri þróun við.

Anna Katarzyna Wozniczka segir frá baráttu kvenna af erlendum uppruna fyrir viðurkenningu á námi erlendis frá og ýmsum verkefnum W.O.M.E.N. in Iceland sem stuðla að frekari menntun og þátttöku kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði.

Brynja Elísabeth Halldórsdóttir fjallar um stöðu menntaðra innflytjendakvenna og segir frá alþjóðlegu námi í menntunarfræðum við Háskóla Íslands.

Jón Atli Benediktsson rektor greinir frá því hvaða áskorunum Háskóli Íslands stendur andspænis í þessum efnum og hvaða lausnum skólinn gæti mögulega stuðlað að.

Fundarstjóri er Ólafur Páll Jónsson, prófessor á Menntavísindasviði

Tvö erindanna eru haldin á íslensku og eitt á ensku. Tími verður fyrir spurningar og umræður að loknum erindum. Boðið verður upp á kaffiveitingar að loknum fundi.

DAGUR: Fimmtudagur, 8.10.2015.

TÍMI: 14:00-15;30

STAÐUR: Litla torg, Háskólatorgi


Öll velkomin.
Fésbók atburður


Að málstofunni standa Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands, W.O.M.E.N. in Iceland (Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi), Rannsóknastofa í fjölmenningarfræðum við Háskóla Íslands, Skrifstofa alþjóðasamskipta Háskóla Íslands og Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar

You may also like