Þann 11. júni síðastliðinn héldu Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi málþing í tilefni af Fundi fólksins í Norræna húsinu. Málþingið bar nafnið “Gilt eða Ógilt” og var umfjöllunarefni þess gilding á menntun fólks af erlendum uppruna.
Á málþinginu fengum við að heyra reynslusögur frá innflytjendum sem ekki hafa fengið menntun sína viðurkennda hér á landi og þeir erfiðleikar sem þau hafa upplifað í kjölfar af því. Ljóst er að viðurkenning á menntun skiptir innflytjenda miklu máli og bætir lífsgæði og aðlögun þeirra hér á landi.

Í kjölfar af þessu sátu fulltrúar ýmissa stofnanna eins og Velferðaráðuneytisins, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Innanríkisráðuneytisins, Landlæknisembættisins og ENIC/NARIC Ísland fyrir svörum frá fólki í salnum. Umræðurnar voru fróðlegar og skemmtilegar.
Við fengum að sjá verkefni sem B.A. nema frá Listháskólanum Íslands gerðu og fjallaði það um erlendar konur á Íslandi og ber það nafnið “Setjast að…”.
Í lokinn var haldin hópavinna þar sem þátttakenndur ræddu saman og reyndu að svara þeim spurningum sem vöknuðu upp í málþinginu.