Almennt

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N.) verða á Fundi fólksins í Norræna húsinu þann 11.júní 2015.

10423268_1136630513029079_874209994143485806_n

Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. (http://nordichouse.is/is/event/fundur-folksins/)

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N.) bjóða til málþings í tilefni af Fundi fólksins, 11. júní 2015 klukkan 18 í kjallara Norræna hússins.

Málþingið ber nafnið ”Gilt eða ógilt / Approved or not approved og er umfjöllunarefni þess menntun innflytjenda á Íslandi / About foreigners´ education in Iceland”.

Þar verður rætt um viðurkenningu á menntun innflytjenda sem ekki var aflað á Íslandi.

Boðið verður upp á léttar veitingar og kynningarbás Samtaka kvenna af erlendum uppruna verður á staðnum.

Allir velkomnir!!!

https://www.facebook.com/events/1588086451451723/

You may also like