Jafningjaráðgjöf – Peer Counselling
Hefur þú áhuga á að verða jafningjaráðgjafi fyrir konur af erlendum uppruna? Jafningjaráðgjafarnir bjóða upp á ókeypis sjálfboðaþjónustu í fullum trúnaði fyrir konur af erlendum uppruna á Íslandi. Jafningjaráðgjafarnir geta veitt upplýsingar um þjónustu og aðstoð sem eru í boði, um lífið á Íslandi og eru líka til í að spjalla við aðrar konur.
Á þriðjudaginn þann 2. júní, milli kl. 19:00-21:00 ætlum við að halda síðasta námskeið um jafningjaráðgjöf fyrir núverandi og nýja ráðgjafa.
Að þessu sinni munum við fjalla um reglur, áskoranir, vetrarskipulag o.fl.. Allar sem vilja taka þátt i verkefninu í haust munu einnig skrifa undir þagnarskyldusamning.
Við hvetjum íslenskar konur sem og erlendar konur sem hafa búið á Íslandi í nokkur ár að hafa samband, við tökum á móti konum allstaðar frá.
Námskeiðið verður haldið í fundarsal í kjallaranum við Túngötu 14, 101 Reykjavík (hurð til vinstri).
Hafðu samband ef þú hefur áhuga á info@womeniniceland.is
Nánar um verkefnið hér: https://womeniniceland.is/is/projects/jafningjaradgjof