Útgefið efni Ræður

Málþing Reykjavíkurborg; 7.desember.2007

Góðan daginn,

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi eru hagsmunasamtök kvenna sem sest hafa hér á landi. Við erum sjö konur í stjórn en u.þ.b. 150 konur eru á postlistanum okkar, en samtökin eru opin öllum konum af erlendum uppruna. Við sjáum sem okkar hlutverk að ljá hagsmuna- og áhugamálum erlendra kvenna rödd og á sama tíma vinna að því markmiði að ná jafnrétti og jafna stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjólífsins. Samtökin hafa starfað í fjögur ár núna og unnið að ýmsum málefnum þjóðlífsins sem snerta innflytjendur, svo sem atvinnu- og félagsleg mál, menntamál, og baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Í starfi okkar höfum við tekið virkan þátt í þjóðfélagslegri umræðu og vinnum mjög náið með öðrum samtökum innan t.d. kvennahreyfingar, verkalýðshreyfingar, Alþjóðahúsi, o.s.frv.

Einn af málefnum sem við höfum tekið virkan þátt í er barátta gegn kynbundnu ofbeldi. Fyrir nokkrum árum hafa tölur frá Kvennaathvarfinu leitt í ljós að erlendar konur sækja í meira mæli þangað sem en þessa þróun er hægt að útskýra á þrjá vegu: í fyrsta lagi með fjölgun kvenna af erlendum uppruna sem sest hafa hér að, í öðru lagi að upplýsingar um þjónustu og urræði séu aðgengilegri fyrir konur og samfélagið meðvitaðra um vandamálið og í þriðja lagi, og sérstaklega í ljósi þess að hlutfallslega fleiri konur af erlendum uppruna sækja athvarfið, að þær eru hópur í enn meiri hættu en aðrir hópar í samfélaginu.

Með því að færa stöðu erlendra kvenna í sviðsljósið hefur þessi óæskilega tilhneiging í umræðunni um kynbundið ofbeldi átt sér stað að mikil athygli beindist að útlensku konunum sjálfum sem fórnarlömbum og umræðan um kynbundið ofbeldi stöðvaðist oft þar. Kynbundið ofbeldi er stærsta vandamálið fyrir þennan hóp kvenna, sem er undir í samfélaginu hvort eð er af því að þær eru ekki upplýstar, koma frá öðrum menningasvæðum osfrv. Að leggja mesta áherslu á þennan hóp er á vissan hátt firring frá vandamálinu eða það má kalla það strútsháttur. Með því að beina sjónum okkar af erlendum konum fjarlægusmt við vandamálið, þ.e.a.s. rætur þess. Það er mín skoðun að án þess að ef við tökumst ekki við rætur samfélagsvandans sem kynbundið ofbeldi er, munum við ekki geta hjálpað  erlendum konum heldur, nema með einhverjum skammtímaurræðum.

 

  1. En, það er rétt að útlenskar konur út af stöðu sinni og tengslum við samfélagið hafa sérstöðu, sem er ein af ástæðum þess að þær sækja meira í Kvennaathvarfið en íslenskar systur þeirra. Þær hafa ekki þetta tengslanetið sem íslenskar konur hafa. Þess vegna dvelja þær í meira mæli í athvarfinu, eru þar lengur og því míður reynslan sýnir það að þær fara til baka til ofbeldismanna oftar en íslenskar kynsystur þeirra. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að á síðustu misserum hefur þetta land breyst í allsherja verbúð. Mikill fjöldi fólks frá útlöndum er sóttur hingað og látin búa við ómannsæmandi kringumstæður. Samskiptin við Íslendinga eru litil sem engin og umræðan hefur verið mjög neikvæð og ómálefnaleg í garð útlendinga, sérstaklega ákveðinna þjóðarhópa. Þetta, með almenn áhrif þenslunnar, finna erlendar konur fyrir á eigin baki. Það er mjög erfitt eða næstum því útilokað að finna sér leiguíbúð ef konan er einstæð móðir af pólskum uppruna t.d. Störfin sem erlendar konur vinna í eru í miklu mæli mönnuð einungis af þeim, þannig að snertiflötum við samfélagið fækkar. Það hefur sýnt sér að það er mjög erfitt

 

  1. Mig langar að taka það fram að áherslur í almennri umræðunni um kynbundið ofbeldi ættu ekki að vera á erlendum konum sem eru fornarlömb heldur á gerendunum
  2. Tölur um hlutfall erlendra kvenna sem nýta sér þjónustu athvarfsins og hvernig þær nota sér hana – meiri dvöl, minni viðtöl, lengri dvalartími og ástæður þess o.s.frv.
  1. Hvernig við nálgumst konur í hættu
  2. Hvernig er þjónusta til þeirra frábrugðin þjónustu til íslenskra kvenna, þ.e.a.s. er eitthvað umfram þjónustu sem íslenskar konur fá sem þær þurfa að fá
  3. Hvers konar aðstoð og stuðning erlendar konur þurfa eftir dvöl í kvennaathvarfinu, það virðist vera að flestar þeirra fara aftur til karlsins, í meira mæli en íslenskar
  4. Forvarnastarf og upplýsingastreymi
  5. Sæmdartengd ofbeldi – ætla aðeins að segja frá því, stöðu á Norðurlöndum og dæmum um andlegt og líkamlegt ofbeldi því tengt hér á landi og mikilvægi forvarnastarfa

 

Mig langar að nefna fyrir hvert atriði einhverjar tillögur af aðgerðum sem hægt er að gera, verð að pæla aðeins meira í þessu. Allavega finnst mér í lagi að kalla eftir aðgerðum borgarinnar í samstarfi við samtök kvenna af erlendum uppruna, A-hús og Kvennaathvarf. Þá detta mér helst í hug upplýsingabæklingar á nokkrum tungumálum, fræðsla til erlendra kvenna (og eftir atvikum erlendra eiginmanna) og fræðsla og styrking félagsráðgjafa.

 

Hvernig upplífa starfskonur athvarfsins vinnu við erlendar konur. Þurfum við e.t.v. að styrkja þær á einhvern hátt til að þær geta verið betur í stakk búnar til að aðstoða þær, með fræðslu eða öðru?

Tatj­ana Lat­in­ovic

You may also like

Discover more from W.O.M.E.N. á Íslandi

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading