Kynbundið ofbeldi

Heiður og ofbeldi gegn konum-16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi;7. desember 2005

Heiður og ofbeldi gegn konum

tatianal

Grein birt í Morgunblaðinu, oktober 2005

Heiðursglæpir eru glæpir gegn ættingja, oftast konu, sem framdir eru til þess að endurheimta heiður fjölskyldunnar sem fórnarlambið hefur á einhvern hátt vanvirt.
Tölur frá Sameinuðu þjóðunum (UN Populations Fund) segja að árlega eru um 5 000 konur myrtar af nákomnum ættingjum undir þeim formerkjum að þær hafa smánað fjölskylduna með sinni hegðun. Þetta er óhugnanleg þróun og það má með sanni segja að í mörgum löndum heimsins stafar kvenkyninu öllu veruleg ógn af þessum ódæðisverkum.

Vestur-Evrópa hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Umfjöllun um heiðursglæpi er oft tengt umfjölluninni um innflytjendur og þau ólíkum trúarbrögðum sem núna er að finnast í löndum þar sem kristin kyrkja hefur verið allsráðandi öldum saman. Menn eru mjög fljótir að grípa til trúar til þess að útskýra eða réttlæta gjörðir sínar.

Þannig heyrum við fulltrúa kristinnar kirkju verja gamlar hefðir og síðmenningu landsins og vara við ósiðum úr öðrum trúarbrögðum á borð við heiðursmorð.

Það eru líka raddir á meðal innflytjenda sem verja alls konar afbrigði af heiðursglæpum með tilvitnunum í trúarbrögð, ásakandi Vesturlandabúa um skort á umburðarlyndi.

Mannréttindi eru sjálfsagður hlutur, óháð trúarbrögðum. Konur eiga að njóta öryggis og jafnréttis sama hvar í heiminum þær búa og hvaða trúar þær eru.

Forsenda fyrir því að baratta gegn heiðursglæpum beri árangur er að allir gera sér grein fyrir því að heiðursglæpir eiga ekki rætur sínar í neinum af trúarbrögðum heims.

Það er líka mikilvægt að innflytjendafjölskyldur fái fræðslu um vestræn samfélög. Að þeim sé gert kleift að upplifa sig sem hluti af því samfélagi sem þær búa í, þar sem virðingin er borin fyrir ólíkum menningum, trúarbrögðum og hefðum og að ofbeldi í hvaða formi verður ekki liðið.

Í tengslum við 16. daga átak gegn kynbundnu ofbeldi fjallar Amal Tamimi, í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi um heiður og ofbeldi í arabískum menningarheimi. Fundurinn verður haldinn á þriðju hæð Alþjóðahússins í kvöld og byrjar kl. 20:00.

Tatjana Latinovic

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1054052/

You may also like