Samstarf við US-LT Alumni Association í Litháen
Snemma árið 2013 hafði US-LT Alumni Association í Litháen samband við Samtök kvenna af erlendum uppruna um mögulegt samstarf milli samtakana tveggja. Eftir að hafa lesið um samtökin þeirra og núverandi verkefni ‘The Ethnic Kitchen’, sem er heimildarmynd sem sýnir líf erlendra kvenna í Litháen og á sama tíma auka vitund um erfiðleikana sem erlendir minnihlutahópar þurfa að glíma við, ákváðum við að samstarf milli samtakana væri mikils virði fyrir okkur. Á þeim tíma voru Samtök kvenna af erlendum uppruna í svipuðu verkefni, kallað ‘Heimsins konur á Íslandi‘ sem hafði það markmið að vekja meiri athygli á því sem innfluttar konur leggja sitt af mörkum fyrir íslenska menningu og samfélag.
Samtök kvenna af erlendum uppruna skipulögðu komu US-LT Alumni til Íslands í mars 2015. Á meðan á heimsókninni stóð frumsýndu þau saman myndina þann 8.mars, á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna og hittu fulltrúa ýmisa félagasamtaka og stofnana.
Tveir fulltrúar Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi heimsóttu svo samstarfsaðila í Litháen – US-LT Alumni í apríl 2015, þar sem þær sáu m. a. um tvær smiðjur fyrir sjálfboðaliða og starfsmenn ýmissa félagasamtaka, sem starfa með minnihlutahópum og innflytjendum. Þökkum Aiste Ptakauske og Gintare Kavaliunaite fyrir frábæra samstarf!
Til að kynnast betur US-LT Alumni Association og núverandi verkefni þeirra ýttu á þennan tengil: http://usltalumni.com/lt/t/us-lt-alumni-association