Home > Projects > Lærum íslensku!

Slide1Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi ásamt Soroptimistaklúbbi Bakka og Selja* bjóða nú upp á óformlegt spjall á íslensku.

Hugmyndin kom frá Soroptimistaklúbbi Bakka og Selja um að hitta erlendar konur í litlum hópum og tala íslensku við þær. Ekki er um íslenskunámskeið að ræða heldur óformlegt spjall. Verkefni er í formi sjálfboðavinnu og er því þátttakendum að kostnaðarlausu.

*Upplýsingar um Soroptimista

Alþjóðasamband Soroptimista eru samtök starfsgreindra þjónustuklúbba. Soroptimistaklúbbur Bakka og Selja er einn af 18 klúbbum á Íslandi.Eitt af markmiðum Soroptimista er að vinna að bættri stöðu kvenna og að beita sér fyrir þjónustu í heimabyggð