Home > Uncategorized > Ný stjórn tekur til starfa

Á árlegum fundi okkar kvöddum við Ania Wozniczka sem vék frá stöðu sinni sem formaður samtaka kvenna af erlendum uppruna. Þær óteljandi klukkustundir sem hún hefur tileinkað samtökunum sem sjálfboðaliði eru ómetanlegar og hefur hún verið hvatning fyrir okkur allar, hennar verður sárt saknað. Við óskum henni góðs gengis.

ania

Ania Wozniczka

10 nóvember síðastliðinn buðu 9 magnaðar konur sig fram til stjórnar samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. 7 stjórnarstöður voru í boði í aðalstjórn og 7 varastöður. Fyrsti fundur starfsársins með nýju stjórnarmeðlimum gekk vel og meirihluti staðanna í stjórninni voru fylltar.

ný stjórn

Stjórn 2016-2017

Stjórnarmeðlimirnir 7 eru eftirfarandi:

Angelique Kelley (Formaður)
Maja Loncar (Varaformaður)
Gunnhildur Gunnarsdóttir (Ritari)
Karen Björnsson (Gjaldkeri)
Amelia Mateeva (Stjórnarmeðlimur)
Zahra Mesbah (Stjórnarmeðlimur)
Edythe Mangidin (Stjórnarmeðlimur)

Shelagh Smith and Lína Stankeviciute Aðalsteinsson eru varastjórnarmeðlimir og gegna jafn mikilvægu hlutverki fyrir samtökin og aðrir stjórnarmeðlimir.

Við viljum þakka hliðhollum stjórnarmeðlimum okkar, Amelia Mateeva, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Maja Loncar og Zahra Mesbah fyrir alla erfiðisvinnuna sem þær lögðu fram á síðasta starfsári.

Við viljum líka bjóða Karen Björnsson, Edythe Mangidin, Lína Stankeviciute Aðalsteinsson og Shelagh Smith velkomnar til starfa hjá samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, við hlökkum til að vinna með ykkur á komandi starfsári.