Home > Event > Þjóðlegt eldhus- Spænsk matseld og sérstakur gestur
06 október, 2016
19:00- 22:00
Túngata 14, 101 RVK

spanish flag

Næstkomandi fimmtudagskvöld ætlum við að hittast og gæða okkur á dýrindis mat frá Spáni.

Fjórar gjafmildar konur munu bjóða fram tímann sinn og gleðja okkur með einstakri kvöldstund. Beatriz Palmarola, Rosana Estevez, Rosario González og Lorena Pradanos munu deila með okkur uppáhalds réttum sínum frá heimalandi sínu. Við hlökkum til að bragða á þessum girnilegu réttum ásamt því að umkringja okkur dásamlegum konum.Við hlökkum mikið til að smakka matinn og fylla líka staðinn af skemmtilegum konum!

Viva España!

Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu verður sérstakur gestur okkar það kvöld.

Eyrún sérhæfir sig í málum sem tengjast hverskyns ofbeldi gagnvart minnihlutahópum þegar ásetningur brotsins er neikvætt viðhorf til uppruna, litarháttar, trúar, kynhneigðar eða kynvitundar viðkomandi. Slík brot eru gjarnan nefnd Hatursglæpir.

Eyrún myndi vilja kynna sig, sína starfsemi og svara spurningum.

Þetta kvöld er einungis fyrir konur og eru því ALLAR konur velkomnar!

Þátttökugjald eru litlar 1200 kr. og greiðist með pening á staðnum. Matur, kaffi og te er innifalið en ef þið viljið fá eitthvað annað að drekka er ykkur velkomið að koma með eigin drykki.


Staður og stund
: Fimmtudagur 6 okt.
Hallveigarstaðir við Túngötu 14, 101 Reykjavík.
(vinstri hurð-niður í kjallara)
kl- 19:00 til 22:00

Hámarksfjöldi 30 manns.


Skildur skráning
-Vinsamlegast skráið þátttöku með tölvupósti á eldhus@womeniniceland.is sem fyrst og endilega takið fram hvort tekinn sé með gestur.