Home > Event > Þjóðlegt eldhús- Matur frá Pakistan
01 mars, 2018
19:00
Hallveigarstaðir, Túngata 14, 101 Rvk

download (1)

ÞJÓÐLEGT ELDHÚS

Sælar konur,

Samtök Kvenna af Erlendum Uppruna á Íslandi tilkynnir með ánægju að mánaðarlegt þjóðlegt eldhús okkar verður haldið á fimmtudeginum 1 mars, þ.e. í næstu viku.

Í þetta skiptið munu Madiha, tengda mamma og mágkona hennar kitla bragðlaukana okkar með spennandi réttum frá þeirra heimalandi, Pakistan!

Það er okkur sönn ánæja að tilkynna það að Renata Emilsson Peskova formaður samtaka um tvítyngi, Móðurmal verður á staðnum og kynnir samtökin fyrir okkur og spjallar líka um SAMFOK- Allir með

Eins og vanalega bjóðum við allar konur velkomnar, en biðjumst þó þess að börn komi ekki með, þó tökum við tillit til þeirra kvenna sem hafa börn á brjósti sem geta ekki án þeirra verið:)

Staður og stund: fimmtudagur 1 mars
Hallveigarstaðir við Túngötu 14, 101 Reykjavík.
(vinstri hurð-niður í kjallara)

Þátttökugjald er 2000 kr.og greiðist með pening á staðnum.
Matur og kaffi eru innifalin, ef þið viljið fá eitthvað annað að drekka endlega komið þá með ykkar eigin drykki.

kl- 19:00 til 22:00

Hámarksfjöldi 30 manns.

Vinsamlegast skráið þátttöku með tölvupósti á eldhus@womeniniceland.is sem fyrst.

paki-MMAP-md