Allar heimsins konur

Allar heimsins konur eru hópur sem samanstendur af konum frá ýmsum stofnunum og samtökum og vinnur að því að deila upplýsingum og þekkingu á stöðu erlendra kvenna í íslensku samfélagi og að auka gagnkvæma aðlögun. Í hópnum sitja m.a. fulltrúar frá Stigamótum, Kvennaathvarfinu, Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Alþjóðahúsinu, Landspítalanum, Mannréttindaskrifstofunni og verkalyðshreyfingunni. Fulltrúi Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi er Sabine Leskopf.

Markmið hópsins eru

• að ná til erlendra kvenna og tryggja þátttöku þeirra í íslensku samfélagi á eigin forsendum.

• að byggja upp tengslanet og styðja samtök sem vinna að málefnum kvenna og barna af erlendum uppruna

• að byggja upp og styrkja upplýsinga- og fræðslunet varðandi réttindi og skyldur innflytjenda á Íslandi

• að berjast á móti mismunun og kynbundnu ofbeldi og styðja fórnarlömb kynbundins ofbeldis

Á meðal verkefna Allra heimsins kvenna eru:

• Mentor er málið!! Námsstefna haldin 9. mars 2007 þar sem rætt var m.a. um framtíðarskipan Mentorverkefnisins, þarfir og hindranir á vinnumarkaði fyrir konur af erlendum uppruna, þjálfun félagsvina, öflun félagsvina, kynningu á verkefninu og þarfir atvinnulífsins fyrir félagsvinakerfi.

• Ráðstefna um hnattvæðingu og nútíma fólksflutninga um stöðu kvenna þann 23. janúar 2008

You may also like

Discover more from W.O.M.E.N. in Iceland

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading